Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2010 | 15:38
Klappstýrur - Fjörfimi - Barnamenningarhátíð!
Klappstýrurnar ætla að sýna showið sitt á mánudaginn á barnamenningarhátíðinni ásamt powersportkrökkunum og fimleikakrökkunum! Öllum foreldrum/skyldmennum og vinum er boðið!;)
Mæting 16:15 (trampolínið og rauðu kubbarnir settir hjá markinu og bláa dýnan niður, svo hjálpumst við að að klára að setja upp rauða gólfið)
Áæltað að sýning byrji 16:30. Klappstýrurnar (fjörfimifólkið;)) byrjar sýninguna, svo fimleikarnir og powersportið. Klappstýrurnar ætla svo að hjálpa aðeins til með fimleikana;)
Eftir showið hjálpumst við öll til við að ganga frá!!=)
b.kv
Maríanna! (697-3474)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2010 | 14:16
Páskafrí!!
Jæja. Hittingurinn gekk vel og voru flestir mjög ánægðir! Stelpurnar okkar tíndust þó út uppúr hádegi og fannst mér það miður og frekar leiðinlegt að fara svona, sumar útaf engu. Hér vil ég benda á að hittingurinn var gerður fyrir stelpurnar.
Planið var að tala um sýninguna þegar Víkurklappstýrur væru farnar en vegna þess að svo fáar voru eftir að þá vissu hinar auðvitað ekkert.
Þrátt fyrir það var reynt var að ná í allar stelpurnar á sunnudeginum án árangurs. Ég get ekki verið að eltast við þær stelpur sem eru ekki á staðnum þegar þær eiga að vera á staðnum.
Ég setti það skilyrði að ef við myndum sýna þá ættu allar stelpurnar að senda mér sms um að þær vissu af þessu og myndu koma heim til mín korter í sex í dag og ætlaði Karitas að koma því út. Þrátt fyrir fermingu heima hjá mér -s.s. nóg að gera þá náði ég svo í flestar stelpurnar en ekki allar. Ég fékk ekki nein sms. Í gær gaf ég svo frest á smsunum til hádegis í dag en ekkert hefur borist. Því tel ég að þetta gangi ekki upp núna. Það næst ekki í stelpurnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir svo ég veit ekki hvort þær eru búnar að gleyma þessu eða eiginlega hvað, svo þetta fellur um sjálft sig. Ef einhver er úvinda eftir helgina eða eftir þessa sýningu í fjölni þá er það minnsta sem hægt er að gera, það er að láta þjálfara allavega vita af því af maður komist ekki að sýna í staðinn fyrir að svara ekki í síma. og hananú.
EF við ætlum að sýna einhverstaðar aftur þá þurfa stelpurnar að mæta á æfingar og mæta á það sem skipulagt er fyrir þær og ef ekki þá eiga þær að hafa samband sjálfar ef eitthvað er í gangi. Sumar gerðu það og er ég mjög ánægð með það, en ekki allar.
Hittingurinn gekk vel og kötlufólk var mjög ánægtt með helgina og ferðina! Einnig voru okkar stelpur mjög ánægðar með ferðina, allaveg þær sem voru allan tímann! Á föstudeginum byrjuðum við á því að koma okkur fyrir og tókum svo á móti kötluklappstýrum í skólanum. Svo var haldið á æfingu. Það byrjuðum við í leikjum til að hrissta feimnina úr fólkinu;) Eftir það sýnu kötluklappstýrur dansinn sinn og við svo okkar. Þá var farið í það að kenna hvor annari Cheers og chants eða Runur eins og Kötluklappstýrur kalla það og svo var kötluklappstýrum kennd okkar aðferð við axlahá stönts. Það gekk bara vel og var ég barasta ánægð með það hversu góðir kennarar stelpurnar eru! Eftir æfinguna var svo farið uppí skóla og tjillað á meðan pizzan var á leiðinni. Krakkarnir spjölluðu saman og var stuð á liðinu á meðan við borðuðum þessar 30" pizzur! Í eftirrétt var boðið uppá ávaxtadesert sem UMFK klappstýrur buðu uppá. Þeir sem vildu horfðu á Bring it on mynd en hinar voru orðnar þreyttar og lúnar eftir langan dag!
Á laugardeginum sváfu krakkarnir út til kl 9 og var borðað í rólegheitum morgunmat en svo var haldið útí íþróttahúsið á æfignu. Þá stjórnuðu Kötluþjálfarar upphitun og kenndu okkur -olnboga að líkama- armbeygjur, sem ég mun ekki hika við að láta þær gera á næstu æfingum!;) Þá fórum við í að kasta þeim upp og okkar stelpur kennu hinum tæknina við það. Þær tóku gífurlegum framförum og voru orðnar rosaduglegar þegar líða tók á hittinginn.
Stelpunum var skipt í 4 hópa og átti svo hver hópur að semja dans með eihverju fimleikaatriði, einhverju hoppi og einhverju stuntsi. Það gekk alveg frábærlega og var gaman að sjá útkomuna, en hún mun fara á fésið innan skams;) Eftir það borðuðum við hádegismat og í eftirrétt þá var boðið uppá kökuna hennar Petru og dropakonfektið hennar Theu, en allir voru sólgnir í það og allt kláraðist;) EFtir mat var svo farið útí íþróttahús og þá kom alvöru ljósmyndari til að mynda stelpurnar í stöntsum og fleira!- bara fyrir okkur! það verður gaman að sjá þær ljósmyndir!
Þá var haldið í sund í mosó og þótti stelpunum það frekar skemmtilegt en þá voru þær orðnar 4. Þær fundu upp nýtt stönts sem ég hef aldrei prófað og það gekk rosavel! Svo var haldið í keiluhöllina í bænum og voru ýmis tilþrif þar hjá krökkunum virkilega góð og sum rosalega fyndin!!;) Þá var ferðin á enda og kvöddust klappstýrurnar í rútunni og þær héltu heim til sín og við heim til okkar;) Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað stelpurnar skemmtu sér vel=)
Vikurklappstýrur hafa svo boðið okkur að koma í heimsókn til sín næst! Það yrði rosalega gaman og örugglega frábært að geta farið þangað og heimsótt þær!
Æfingar byrja eftir páskafrí föstudaginn þann 9. apríl !
b.kv
Maríanna!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 10:46
Klappstýruhittingur næstu helgi!
Jæja!
Við ætlum að mæta uppí skóla kl 17:35:15 að staðartíma;) Þá þurfiði að vera nýbúnar að borða svo þið verðið ekki svangar áður en við borðum kvöldmat, sem verður PIZZA frá Hróa!
Þá ætlum við að koma okkur vel fyrir í skólanum og taka á móti Kötluklappstýrum og koma þeim vel fyrir þar. Eftir það ætlum við að fara í íþróttahúsið og hóparnir ætla að æfa saman. Kl ca 20:30 er áætlað að fara uppí skóla og borða kvöldmat og horfa á video. Klappstýrur umkf ætla svo að bjóða kötluklappstýrum í kvöldhressingu. Þá kemur hver og ein með sitthvað en ég læt stelpurnar vita hver kemur með hvað í kvöld.
Laugardagsmorgunin vöknum við svo í rólegheitum kl 8:30-9:00, stelpurnar eiga að koma sjálfar með morgunmat (t.d. jógúrt, ávexti, brauð, whatever) og planið er að vera byrjaðar að æfa hálf 10-10. Æfingin verðum með nestispásu til kl ca 14:00 eða það sem stelpurnar þola. Ef veðrið verður gott þá eru allar líkur á því að við verðum úti. Þá ætlum við að fara í sund í bænum og svo hugsanlega keilu eða út að borða en það er ekki ákveðið.
Þær stelpur sem ætla að vera með í hittingnum (væntanlega allar) þurfa að láta vita af því í dag á æfingu og fá hjá mér miða þar sem foreldrar þurfa að samþykkja að þeirra stelpa gisti og verði með í hittingnum. ÉG þarf svo að fá þessa miða áður en hittingurinn byrjar.
Það sem þarf að koma með:
- Svefnpoki og dýna
- Náttföt
- Tannbusti og tannkrem
- Hárbusti og teygjur
- Æfingarföt (búningurinn)
- Sundföt og pening fyrir sundi!
- Aukaföt ef einhver dettur í poll
- hollur og góður MORGUNMATUR
- HádegisNesti fyrir laugardagsæfinguna
- 500 kr fyrir pizzunni!
- 1000 kr fyrir mat á laugardeginum eftir sundið EF Það verður gert. Reiknið allavega með því.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband í meili eða síma. (mth29@hi.is eða 6973474)
b.kv
Maríanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 10:50
Klappstýruhittingur - Víkur og Kjalarnes klappstýrur!
Í grófum dráttum:
Víkurklappstýrur eru að fara koma í heimstókn til okkar á næsta föstudag. Planið er að æfa saman föstudagskvöldið og etv horfa á e-a mynd um kvöldið. Við ætlum að bjóða þeim uppá kvöldhressingu svo að hver ætlar að koma með eitthvað t.d. snakk, popp, gos, djús, muffins eða eitthvað álíka. Ég læt vita hverjir koma með hvað og hversu mikið af því á mánudagsæfingunni. Á laugardeginum ætlum við í sund/keilu/út að borða. Dagskráin er ekki nelgd niður og þetta er allt skrifað með fyrirvara um breytingar. Við fáum að gista í skólanum svo það þarf að koma með svefnpoka og dýnu og tannbusta og alles það.
Meira um þetta síðar!
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 19:47
SÝning á Fimmdudaginn!
Við ætlum að hittast heima hjá mér kl 17:10 ! Leggja af stað kl 17:15 svo við getum verið komnar þangað tímanlega;) Við fáum að æfa fyrir leikinn kl sex. Leikurinn byrjar kl 19:15 og við sýnum í hálfleik.
Þið þrufið að muna að koma með heila búninginn, pompom og bol og ermar og pils og stuttbuxur, og föt til skiptanna, SUNDFÖT, pening fyrir sundi og pening fyrir SUBWAY. SVo þurfa allir að vera búnir að setja teygjur á pompomin ef það vantar;) Gott væri ef þið mynduð koma með smá nesti, eða vera allavega nýbúnar að borða áður en við fötum, gott að narta í eitthvað áður en leikurinn byrjar.
Þeir sem ætla að bjóða vinum/foreldrum/öfum og ömmum/frændfólki þurfa að hafa samband við mig, SENDA MER SMS í símann minn, segja mér hversu mörgum þeir ætla að bjóða svo ég geti látið ykkur hafa miðana í tæka tíð!;)
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 21:51
Sýning framundan!
Næstkomandi fimmtudag, þann 18.03.10 er planið að fara og sýna klappstýrurútínuna okkar á Körfuboltaleik í bænum! Þetta er leikur Fjölnis og Tindastóls en liðin eru i lokaumferð í Iceland Express deild kk svo þarna verða líklegast þónokkrir áhorfendur;) -Frábær og skemmtileg reynsla fyrir stelpurnar=D! Leikurinn verður í Dalhúsum í Grafarvogi (Fjölnishúsinu) og byrjar kl 19:15 en við ætlum að mæta þangað kl 18:00!
Því miður eru ekki allar stelpurnar okkar að fara og sýna og þykir mér það mikið miður, en ég hvet þær sem ekki sýna endilega að koma og horfa og hafa gaman með okkur=) Hugsanlega verður ferðin svo nýtt til hins ýtrasta, t.d. farið í sund saman eftir leikinn eða út að borða ef öllum líst vel á það!
Foreldrar, systkini, frændur, frænkur, afar og ömmur, langömmur og langafar og þar fram eftir götunum, eru hjartanlega velkomin að koma og horfa á stelpurnar okkar sýna listir sínar!
Þeir foreldrar sem hafa hugsað sér að mæta endilega hafðið samband og við getum verið í samfloti en annars geta allar þær sem sýna komið með mér í bíl og enginn foreldri þarf þá að koma svo snemma. Ég mun að öllum líkindum vera á 8 manna bíl, svo þá komast 7 stelpur í hann með mér.
Óskum stelpunum góðs gengis og hvetjum þær áfram! =D
Ef einhver er ósáttur við þetta eða hefur e-ð á móti þessu þá endilega komið til mín !
b.kv
Maríanna
ATH- Klappstýruhittingur er áætlaður þann 26/27. mars næstkomandi og munum við nýta báða dagana í það! Meira um það síðar!
Bloggar | Breytt 14.3.2010 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 14:42
Mánudagurinn í dag!
Jæja, við ætlum að reyna hittast fyrir utan salinn kl 8:15. Hef svolítið mikið sem ég ætla segja ykkur=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 20:18
Facebook síða!
Þið stóðuð ykkur vel á föstudaginn!
Er búin að búa til Facebook síðu fyrir Klappstýrur á Íslandi! Endilega koma og vera "member" eða hvað það nú heitir;)Það eru komnar nokkrar myndir frá okkur og einnig myndir frá klappstýrum Kötlu og video af fréttinni þeirra og kastljósinu okkar!
Annars verður mynda-æfing hjá okkur á mánudaginn svo við ætlum að muna eftir búningunum og passiði að læsa ykkur ekki úti;) smá djókur hérna á ferðinni:):*
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 12:48
Morgundagurinn!
Mætum allar starx eftir skóla uppí íþróttahús! það þýðir að þið þurfið að taka klappstýrudótið ykkar með ykkur í skólann, og nesti til að borða eftir skóla líka. Munið nú eftir öllum fötunum ykkar og pompomunum og skónnum líka=) Allir ætla að mæta í öllum búningunum sínum (nema ekki fjólubláa bolnum;))
Það gekk bara vel hjá okkur á mánudaginn og þið voruð duglegar=)
Ef þið gleymið einhverju á morgun þá mun það vera smá vesen fyrir alla:( svo reyniði að muna eftir öllu=)Hlakka til að sjá alla og ekki gleyma góða skapinu=)
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 11:41
Æfingin í dag og næsta föstudag!
¨Mæting kl 16:15 í dag (mánudagur).
Bara æfa dansana með lögum með ölllu inní og með pompomin ykkar=).
(þegar Rakel á að fara í snúning í nýja dansinum þá vil ég að þið prufið í staðinn mjaðmir upp rakel (spígat cradal).
Þá fara upp 1. RAkel (spígat) og 2. Karitas (henda og snúning niður?). Svo geriði sjatseinn og gallhoppið eins og venjulega, og eftir allt það, þá gerum við stuntsið aftur og þá eru það 3. Thelma(henda hátt upp), Birta - (venjulega upp að öxlum/snúning), Thea (spígat eða snúning?) og svo Kata alveg upp með beinar hendur - framheljar niður. Við endum á því en þá vil ég fá Theu í miðjuna í spígat,Birtu og Thelmu við hliðina fyrir aftanfæturnar ogKaritas stendur í miðjunni fyrir ofanBirtu. Þá eru hinar að grípa Keití í heljarinu.
Gamli dansinn í stuntsinu er:
- Birta fyrst. - allir í miðjunni eins og venjulega, en svo splittast hópurinn.
- Kata og Rakel spígat í einu eða snúninginn niður (Linda og Karitas Thea eru beis fyrir Rakel og Petra,Thelma og Birta eru beis fyrir Kötu.)
- Svo Thelma og Karitas upp.
- Thea endar uppi. (Karitas tekur Kötu í stíga á læri með einn fót hægra megin og Thelma tekur Birtu þannig vinstra megin)
Á föstudaginn mun æfingin um kvöldið líklegast færast til kl 12 um hádegið til kl 14 en ég á samt eftir að kanna hvort það sé hægt.
Svo var ég að láta mér detta í hug að gera svona;D
Hlakka til að sjá ykkur stúfar og veriði duglegar að læra fyrir prófin í skólanum!
b.kv
Maríanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)