Páskafrí!!

Jæja.  Hittingurinn gekk vel og voru flestir mjög ánægðir!  Stelpurnar okkar tíndust þó út uppúr hádegi og fannst mér það miður og frekar leiðinlegt að fara svona, sumar útaf engu. Hér vil ég benda á að hittingurinn var gerður fyrir stelpurnar.

Planið var að tala um sýninguna  þegar Víkurklappstýrur væru farnar en vegna þess að svo fáar voru eftir að þá vissu hinar auðvitað ekkert.

Þrátt fyrir það var reynt var að ná í allar stelpurnar á sunnudeginum án árangurs.  Ég get ekki verið að eltast við þær stelpur sem eru ekki á staðnum þegar þær eiga að vera á staðnum.

Ég setti það skilyrði að ef við myndum sýna þá ættu allar stelpurnar að senda mér sms um að þær vissu af þessu og myndu koma heim til mín korter í sex í dag og ætlaði Karitas að koma því út.  Þrátt fyrir fermingu heima hjá mér -s.s. nóg að gera þá náði ég svo í flestar stelpurnar en ekki allar. Ég fékk ekki nein sms.  Í gær gaf ég svo frest á smsunum til hádegis í dag en ekkert hefur borist.  Því tel ég að þetta gangi ekki upp núna.   Það næst ekki í stelpurnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir svo ég veit ekki hvort þær eru búnar að gleyma þessu eða eiginlega hvað, svo þetta fellur um sjálft sig.  Ef einhver er úvinda eftir helgina eða eftir þessa sýningu í fjölni þá er það minnsta sem hægt er að gera, það er að láta þjálfara allavega vita af því af maður komist ekki að sýna í staðinn fyrir að svara ekki í síma. og hananú.

EF við ætlum að sýna einhverstaðar aftur þá þurfa stelpurnar að mæta á æfingar og mæta á það sem skipulagt er fyrir þær og ef ekki þá eiga þær að hafa samband sjálfar ef eitthvað er í gangi. Sumar gerðu það og er ég mjög ánægð með það, en ekki allar.

 

Hittingurinn gekk vel og kötlufólk var mjög ánægtt með helgina og ferðina!  Einnig voru okkar stelpur mjög ánægðar með ferðina, allaveg þær sem voru allan tímann!  Á föstudeginum byrjuðum við á því að koma okkur fyrir  og tókum svo á móti kötluklappstýrum í skólanum.  Svo var haldið á æfingu.  Það byrjuðum við í leikjum til að hrissta feimnina úr fólkinu;) Eftir það sýnu kötluklappstýrur dansinn sinn og við svo okkar.  Þá var farið í það að kenna hvor annari Cheers og chants eða Runur eins og Kötluklappstýrur kalla það og svo var kötluklappstýrum kennd okkar aðferð við axlahá stönts.  Það gekk bara vel og var ég barasta ánægð með það hversu góðir kennarar stelpurnar eru! Eftir æfinguna var svo farið uppí skóla og tjillað á meðan pizzan var á leiðinni. Krakkarnir spjölluðu saman og var stuð á liðinu á meðan við borðuðum þessar 30" pizzur!  Í eftirrétt var boðið uppá ávaxtadesert sem UMFK klappstýrur buðu uppá.  Þeir sem vildu horfðu á Bring it on mynd en hinar voru orðnar þreyttar og lúnar eftir langan dag!

Á laugardeginum sváfu krakkarnir út til kl 9 og var borðað í rólegheitum morgunmat en svo var haldið útí íþróttahúsið á æfignu.  Þá  stjórnuðu Kötluþjálfarar upphitun og kenndu okkur -olnboga að líkama- armbeygjur, sem ég mun ekki hika við að láta þær gera á næstu æfingum!;) Þá fórum við í að kasta þeim upp og okkar stelpur kennu hinum tæknina við það.  Þær tóku gífurlegum framförum og voru orðnar rosaduglegar þegar líða tók á hittinginn. 

Stelpunum var skipt í 4 hópa og átti svo hver hópur að semja dans með eihverju fimleikaatriði, einhverju hoppi og einhverju stuntsi.  Það gekk alveg frábærlega og var gaman að sjá útkomuna, en hún mun fara á fésið innan skams;)  Eftir það borðuðum við hádegismat og í eftirrétt þá var boðið uppá kökuna hennar Petru og dropakonfektið hennar Theu, en allir voru sólgnir í það og allt kláraðist;)  EFtir mat var svo farið útí íþróttahús og þá kom alvöru ljósmyndari til að mynda stelpurnar í stöntsum og fleira!- bara fyrir okkur! það verður gaman að sjá þær ljósmyndir!  

Þá var haldið í sund í mosó og þótti stelpunum það frekar skemmtilegt en þá voru þær orðnar 4.  Þær fundu upp nýtt stönts sem ég hef aldrei prófað og það gekk rosavel!   Svo var haldið í keiluhöllina í bænum og voru ýmis tilþrif þar hjá krökkunum virkilega góð og sum rosalega fyndin!!;)   Þá var ferðin á enda og kvöddust klappstýrurnar í rútunni og þær héltu heim til sín og við heim til okkar;)     Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað stelpurnar skemmtu sér vel=)

Vikurklappstýrur hafa svo boðið okkur að koma í heimsókn til sín næst! Það yrði rosalega gaman og örugglega frábært að geta farið þangað og heimsótt þær!

 

 

Æfingar byrja eftir páskafrí föstudaginn þann 9. apríl !

 

b.kv

Maríanna!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband