Sýning miðvikudaginn 25.nóvember og klappstýrubúningar!

Á miðvikudaginn í næstu viku verður danssýning á Laugarvatni. Tveir grunnskólar og Háskóli Íslands - íþróttafræðisetur- munu sýna á sýningunni ásamt fimleikahópi á Laugarvatni. Ég og 2 aðrar úr háskólanum munu sýna klappstýrudansinn og býðst klappstýrustelpunum að koma og sýna með okkur.

Sýningin byrjar kl 15:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Mæting er kl 14:30 í síðasta lagi fyrir sýningarfólk í íþróttahúsið. Endilega látið mig vita ef þetta virkar ekki fyrir ykkar stelpu. Auðvitað verður enginn neyddur til þess að sýna ef viljinn er ekki fyrir hendi =)

Gott væri að stelpurnar væru komnar á vatnið kl 14:00. Ef foreldrar vilja koma og horfa á þá er það sjálfsagt mál, eiginlega vantar foreldra til þess að keyra með stelpunum.  Er einhver sem býður sig fram?=)  Stelpurnar eru 6 alls.  

 Við verðum í sömu búningum og í fyrra, hvítum bolum, hvítum pilsum, hvítum legghlífum og svörtum leggings.  Mjög hátt tagl og allir með bláu pompomin sem við vorum með í fyrra.  Ef einhverjum vantar pompom þá ætlar Karen að lána okkur sitt á mánudeginum og Halla ef hún á, svo ætlar Thea að spyrja Birtu um sitt og þá eru allir komnir með pompom.  

Við ætlum að hafa aukaæfingu á morgun, laugardaginn 21. nóvember kl 17:00 og eitthvað frameftir, það fer eftir því hversu vel okkur gengur.  

Við ætlum bara að reyna að hafa gaman að þessu og njóta lífsins!  Ef eitthverjir treysta sér ekki til þess að sýna þá er það allt í lagi, engin pressa -bara gaman=)

 EITT mikilvægt í viðbót!  Ég vil biðja foreldra um að hringja í mig útaf búningastærðum svo allar stelpurnar fái búning sem passar sem best!

B.kv

-Maríanna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband